Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem Hamar lagði Tindastól 83-81 og fyrir vikið duttu Fjölnismenn í 11. sæti með 10 stig og eru því í fallsæti ásamt KFÍ sem tapaði í Vesturbænum og hefur 6 stig á botni deildarinnar.
KR 100-86 KFÍ
Marcus Walker fór mikinn í leiknum hjá KR með 30 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá KFÍ var Marco Milosevic með 27 stig og 8 fráköst. Pavel Ermolinskij lék ekki í liði KR í kvöld.
Snæfell 98-84 ÍR
Sveinn Davíðsson var stigahæstur hjá Hólmurum með 21 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Nemanja Sovic gerði 29 stig og tók 8 fráköst en hvorki Ryan Amoroso né Emil Þór Jóhannsson voru í liði Snæfells í kvöld.
Hamar 83-81 Tindastóll
Tölfræði vantar
Nánar síðar…