spot_img
HomeFréttirÚrslit ? Hamar/Selfoss vann KR

Úrslit ? Hamar/Selfoss vann KR

06:00

{mosimage}
(Úr leik Njarðvíkur og Fjölnis í gærkvöldi)

Fjórir leikir voru í Iceland Express-deild karla og einn leikur í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi.

Hamar/Selfoss vann KR 83-69 í Hveragerði og kom í veg fyrir að KR næði að vera í toppsætinu eitt liða. Hjá H/S skoraði Hallgrímur Brynjólfsson 17 stig en 5 leikmenn skoruðu 13 stig eða meira. Hjá KR var Tyson Patterson með 18 stig.

Skallagrímur lagði Þór Þ. að velli 80-98 og jafnaði KR og Snæfell á toppi úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir 9 leiki. Hjá Skallagrím skoraði Pétur Sigurðsson 26 stig og Damon Bailey setti 23 fyrir heimamenn.

Á Sauðárkróki unnu Keflvíkingar góðan sigur á heimamönnum, 83-98. Magnús Gunnarsson skoraði 26 stig fyrir gestina og Svavar Birgisson var með 22 fyrir Tindastól.

Fjölnir tapaði fyrsta leiknum sínum eftir að Bárður Eyþórsson tók við liðinu þegar þeir heimsóttu Njarðvíkinga. 14 stiga munur skildi liðin að í leikslok, 96-82. Bárður stýrði þó ekki liðinu í leiknum þar sem hann var erlendis og var Bjarni Karlsson í hlutverki þjálfarans í leiknum.Hjá Njarðvík skoraði Jeb Ivey 22 stig og hjá Fjölni var Nemjana Sovic með 31 stig.

Á Ásvöllum fengu Haukar Breiðablik í heimsókn í Iceland Express-deild kvenna. Efsta lið deildarinnar, Haukar, unnu 91-60 þar sem Ifeoma Okonkwo skoraði 19 stig og hjá Breiðablik var Telma Fjalarsdóttir með 21 stig.

myndir: Sverrir Þorsteinsson

Staðan í Iceland Express-deild karla – sjá hér.

Staðan í Iceland Express-deild kvenna – sjá hér.

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -