spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit: Hamar með sigur í toppslagnum

Úrslit: Hamar með sigur í toppslagnum

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Segja má að útlit deildarinnar sé að skýrast.

Hamar gerði góða ferð til Ísafjarðar þar sem liðin sem voru taplaus í deilinni mættust. Eftir að Vestri hafði haft undirtökin meirihluta leiksins þá stigu Hamarsmenn á bensíngjöfina í fjórða leikhluta og unnu að lokum.

Skallagrímur unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu, í öðrum leik Atla Aðalsteinssonar í brúnni. Þá unnu Blikar öruggan sigur á Sindra.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins – 1. deild karla, Deildarkeppni

Breiðablik-Sindri 108-83 (33-26, 24-20, 24-20, 27-17)

Breiðablik: Larry Thomas 30/9 fráköst/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 26/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12/5 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 10/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 8/6 fráköst, Snorri Vignisson 7/4 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 6/7 fráköst, Egill Vignisson 4, Adam Smári Ólafsson 3, Sigurður Sölvi Sigurðarson 2, Steinar Snær Guðmundsson 0, Ólafur Gunnar Þorsteinsson 0.
Sindri: Ignas Dauksys 26, Árni Birgir Þorvarðarson 14, Eric Benedick 14/5 fráköst, Stefan Knezevic 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ivan Kekic 6, Arnar Geir Líndal 5, Gísli Þórarinn Hallsson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Guðni Hallsson 3, Tómas Orri Hjálmarsson 0.

Vestri-Hamar 90-94 (18-24, 25-21, 27-18, 20-31)

Vestri: Nemanja Knezevic 34/22 fráköst, Nebojsa Knezevic 33/5 fráköst/5 stoðsendingar, Matic Macek 9, Marko Dmitrovic 6/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 6, Friðrik Heiðar Vignisson 2, Helgi Snær Bergsteinsson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Krzysztof Duda 0, Egill Fjölnisson 0, James Parilla 0.
Hamar: Danero Thomas 28/5 fráköst, Everage Lee Richardson 25/10 fráköst/5 stoðsendingar, Toni Jelenkovic 17/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 10/6 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Kinu Rochford 5/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0.

Selfoss-Skallagrímur 86-89 (15-19, 22-29, 29-25, 20-16)

Höttur – Snæfell 95-73

Fréttir
- Auglýsing -