spot_img
HomeFréttirÚrslit: Hamar lagði KFÍ og Valur vann fyrir austan

Úrslit: Hamar lagði KFÍ og Valur vann fyrir austan

 
Einn leikur fór fram í Iceland Express deild karla í kvöld og einn leikur í 1. deild karla. Valsmenn gerðu góða ferð austur á Egilsstaði og lögðu heimamenn og Ísfirðingar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir heimsóttu Hamar í Blómabæinn Hveragerði.
Hamar 83-69 KFÍ
Andre Dabney gerði 21 stig í liði Hamars og Ragnar Nathanaelsson gerði 10 stig og tók 10 fráköst. Hjá KFÍ var Craig Schoen með 18 stig og 5 stoðsendingar.
 
Höttur 63-84 Valur
Craig Wooten gerði 27 stig í liði Vals en hjá Hetti var Daniel Terrell með 26 stig og 6 fráköst.
 
Ljósmynd/ Dabney var stigahæstur hjá Hamri í kvöld með 21 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -