spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslit: Grindavík tók fyrsta leikinn gegn Fjölni

Úrslit: Grindavík tók fyrsta leikinn gegn Fjölni

Grindavík sigraði fyrsta leik sinn í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna fyrr í kvöld í Dalhúsum með 79 stigum gegn 72. Grindavík því komnar með 1-0 yfirhönd í einvíginu, en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Hannah Louise Cook, en á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði hún 37 stigum og 17 fráköstum. Fyrir heimastúlkur í Fjölni var það Brandi Nicole Buie sem dróg vagninn með 21 stigi, 13 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fjölnir-Grindavík 72-79

(18-22, 20-19, 18-13, 16-25)

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 21/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 15/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Erla Sif Kristinsdóttir 6/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 4, Berglind Karen Ingvarsdottir 2/7 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Margret Osk Einarsdottir 0, Margrét Eiríksdóttir 0.
Grindavík: Hannah Louise Cook 37/17 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 6/12 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.

 

Fréttir
- Auglýsing -