spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslit: Grindavík lagði Fjölni með körfu á lokasekúndunum - Þór og ÍR...

Úrslit: Grindavík lagði Fjölni með körfu á lokasekúndunum – Þór og ÍR bæði á sigurbraut

Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.

Í Ljónagryfjunni sigraði Þór lið Njarðvíkur, Grindavík lagði Fjölnir í æsispennandi leik heima í Röstinni og í Hellinum í Breiðholti bar ÍR sigurorð af Tindastól.

Eftir leiki dagsins er Fjölnir enn í efsta sæti deildarinnar, en Grindavík er í öðru sætinu, einum sigurleik frá og með leik til góða. Njarðvík er svo í þriðja sætinu, en með þrjá leiki til góða, aðeins einum sigurleik frá er lið Þórs. ÍR og Tindastóll eru svo jöfn í fimmta til sjötta sætinu, hvort um sig komin með þrjá sigurleiki það sem af er tímabili

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:

Njarðvík 59 – 61 Þór

Grindavík 69 – 68 Fjölnir

ÍR 91 – 52 Tindastóll

Fréttir
- Auglýsing -