Ísland tapaði stórt fyrir Frakklandi á Eurobasket í dag xx-xx. Tölurnar hins vegar segja ekki alla söguna því allt annað var að sjá liðið í dag en í síðsta leik gegn Póllandi. Frakkar voru einfaldlega nokkrum númerum of stórir.
Jón Arnór Stefánsson sýndi að slök frammistaða síðustu leikja er ekki það sem við eigum að venjast. Hann skoraði 23 stig og tók 7 fráköst en fyrst og fremst steig upp sem leiðtoginn sem hann er. Haukur Helgi og Martin voru einnig mjög drjúgir en frammistaða Kristófers Acox var mögnuð í fyrri hálfleik. Hann skoraði 10 stig og tók 7 fráköst í öllum leiknum, þar af 6 fráköst í sókn á 11 mínútum í fyrri hálfleik.