spot_img
HomeFréttirÚrslit gærdagsins - Belgía hafði sigur á Sviss

Úrslit gærdagsins – Belgía hafði sigur á Sviss

Önnur umferð í undankeppni evrópumótsins fór fram í gær með 12 leikjum. Eins og komið hefur fram er Ísland með fullt hús stiga í A-riðli eftir sigur á Kýpur. Í sama riðli vann Belgía Sviss með 15 stigum en heimamenn héldu í við belga megnið af leiknum.

 

Í B-riðli er Danmörk enn án sigurs eftir tap gegn Hollandi. Bosnía rétt marði Svíþjóð í riðli C. Nokkuð óvænt úrslit urðu þegar Slóvenía vann Búlgaríu með fimm stigum í E riðli en fyrir fram var Búlgaría talið sigurstranglegra.

 

Önnur áhugaverð úrslit voru að Bretland pakkaði saman Makedóníu en liðin berjast um annað sæti í riðlinum.

 

Öll úrslit gærdagsins má sjá hér að neðan:

 

Kýpur 64-75 Ísland

Bulgaria 78-83 Slóvenía

Sviss 72-87 Belgía

Hvíta Rússland 79-97 Pólland

Slovakia 63-94 Georgia

Ungverjaland 84-64 Lúxemborg

Danmörk 72-90 Holland

Albania 73-113 Svartfjallaland

Bretland 96-79 Makedónía

Portúgal 68-76 Eistland

Kósovó 63-70 Úkraína

Bosnia 74-71 Svíþjóð

Austurríki 59-61 Þýskaland

 

 

Mynd / FIBA

Fréttir
- Auglýsing -