Fyrri leik kvöldsins er lokið en þar tóku ÍR-ingar á móti Haukum en bæði lið höfðu ekki unnið leik síðan í nóvember.
Heimamenn voru með tögl og haldir á leiknum frá byrjun. Haukum tókst ekki að þjarma að Breiðhyltingum í leiknum og sannfærandi sigur ÍR staðreynd.
Lokastaða 92-74 fyrir ÍR sem vinna sinn fyrsta leik síðan 14. nóvember. Umfjöllun og viðtöl úr Hertz-hellinum eru væntanleg.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild karla
KR-Keflavík (í gangi)