Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld og mörkuðu þeir endalok fjórtándu umferðar. Fjölnir og ÍR höfðu sigra í sínum leikjum og settu því Njarðvíkinga eina á botninn með KFÍ.
ÍR 92-82 KFÍ
Nemanja Sovic gerði 27 stig í liði ÍR og tók 6 fráköst en fimm liðsmenn ÍR gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Darco Milosevic og Craig Schoen voru báðir með 16 stig í liði KFÍ í kvöld en fimm liðsmenn KFÍ gerðu 12 stig eða meira í leiknum.
Snæfell 92-91 Njarðvík
Loks tókst Hólmurum að leggja Njarðvíkinga. Sannkallaður spennuslagur hér á ferð enn einu sinni hjá þessum liðum. Jón Ólafur Jónsson fór mikinn í liði meistaranna með 32 stig og 13 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Christopher Smith með 30 stig og 7 fráköst.
Hamar 73-80 Fjölnir
Fjölnir batt enda á fimm leikja tapseríu sína í deildinni með sigrinum í kvöld. Hamar tapaði sjötta leiknum í röð. Brandon Springer gerði 29 stig og tók 18 fráköst í liði Fjölnismanna. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson með 17 stig.
Úrslit í 1. deild karla í kvöld:
FSu 87-100 Þór Þorlákshöfn –
Ármann 69-94 Valur
Ármann 69-94 Valur
Skallagrímur 99-64 Laugdælir
Nánar síðar…
Mynd/ Fimm leikja taphrina er á enda hjá Örvari og Fjölnismönnum