spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit: Fjölnir og Hamar halda í við Þór í toppsætinu

Úrslit: Fjölnir og Hamar halda í við Þór í toppsætinu

Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Fjölnir lagði Selfoss í Dalhúsum, Hamar vann Snæfell í Stykkishólmi og á Akureyri báru heimamenn í Þór sigurorð af Hetti.

Ekkert breyttist við topp deildarinnar með úrslitum kvöldsins. Sem áður er Þór í efsta sætinu, Fjölnir tveimur sigurleikjum fyrir aftan í öðru. Hamar þremur sigurleikjum fyrir aftan toppsætið í því þriðja og Höttur ásamt Vestra í fjórða til fimmta sætinu, 4 sigurleikjum frá toppi deildarinnar.

Staðan í deildinni

 

Úrslit dagsins

1. deild karla:

Fjölnir 95 – 82 Selfoss

Snæfell 63 – 99 Hamar

Þór 95 – 89 Höttur

Fréttir
- Auglýsing -