spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fjölnir lagði Keflavík!

Úrslit: Fjölnir lagði Keflavík!

 
Fyrsta umferðin í Iceland Express deild kvenna fór fram í kvöld þar sem Fjölniskonur höfðu betur gegn Keflavík 79-72. Fyrir mót var Fjölni spáð falli í spá á bæði Karfan.is og hjá KKÍ. Gular létu þessar spár sem vind um eyru þjóta í kvöld.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Fjölni gegn Keflavík og því mikil fagnaðarlæti sem brutust út í Dalhúsum. Britney Jones gerði 33 stig í leiknum, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Keflavík voru Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir báðar með 21 stig, Butler var einnig með 14 fráköst.
 
Önnur úrslit:
 
KR 73-60 Hamar
 
Haukar 60-81 Njarðvík
Lele Hardy gerði 33 stig og tók 14 fráköst í Njarðvíkurliðinu en hjá Haukum var Jence Rhoads með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Valur 70-79 Snæfell
Hildur Sigurðardóttir gerði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Snæfells. Hjá Valskonum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 20 stig og 5 fráköst.
 
Nánar um leiki kvöldsins síðar….
 
Mynd/ Karl West Karlsson: Bragi Magnússon með fyrstu gulu skýrslu Fjölnis á leiktíðinni…við báðum Braga sérstaklega að sitja fyrir á þessari mynd svo spámönnum sem stóðu að spám KKÍ og Karfan.is yrði sérlega skemmt.
Fréttir
- Auglýsing -