Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í dag. Í Ljónagryfjunni komst Fjölnir aftur á sigurbraut með sigri á Njarðvík og í Breiðholtinu sigruðu Grindavík heimastúlkur í ÍR.
Fjölnir er sem fyrr á toppi deildarinnar. Búnar að sigra alla leiki sína í vetur nema einn, en þær töpuðu í síðustu umferð fyrir liði ÍR. Í öðru sætinu, einum sigurleik fyrir aftan, er lið Grindavíkur, en þær eiga einn leik til góða og geta því náð Fjölni í toppsætinu með sigri.
Staðan í deildinni
Úrslit dagsins:
Njarðvík 59 – 78 Fjölnir
ÍR 47 – 72 Grindavík