spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fíladelfía tóku forystuna án Embiid

Úrslit: Fíladelfía tóku forystuna án Embiid

Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Philadelphia 76ers tóku forystuna í einvígi sínu gegn Brooklyn Nets með 131 gegn 115 stiga sigri í Barclays höllinni í New York. Í fjarveru stjörnuleikmannssins Joel Embiid var það framherjinn Tobias Harris sem dróg vagninn fyrir gestina, skoraði 29 stig og tók 16 fráköst á 36 mínútum spiluðum. Fyrir heimamenn var Caris LeVert bestur, skoraði 26 stig og tók 7 fráköst á tæpum 28 mínútum spiluðum af bekk Nets.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia 76ers 131 – 115 Brooklyn Nets

https://www.youtube.com/watch?v=DQe-NuZOrkg

(76ers leiða einvígi 2-1)

Denver Nuggets 108 – 118 San Antonio Spurs

https://www.youtube.com/watch?v=BJsyrLyk6GE

(Spurs leiða einvígi 2-1)

Golden State Warriors 132 – 105 LA Clippers

https://www.youtube.com/watch?v=U-632-UhJN0

(Warriors leiða einvígi 2-1)

Fréttir
- Auglýsing -