spot_img
HomeFréttirÚrslit Euroleague 2013 í O2 Arena í London

Úrslit Euroleague 2013 í O2 Arena í London

Nú í morgun hófst sala á úrslitin í Turkish Airlines Eurolegue sem fram fara í London 10. og 12. maí 2013. Íslenskir körfuknattleiksaðdáendur eiga því hæg heimatökin með að fara á úrslitin í ár þar sem London verður að teljast í næsta nágreni við okkar ástkæru fósturjörð.
 
24 bestu lið Evrópu taka þátt að venju og miðað við dramatíkina í fyrra þá er ekki von á síðri keppni í ár. Það var Olympiacos með Íslandsvininn Dušan Ivkovi?, landsliðsþjálfara Serbíu, við stjórnvölin sem tryggðu sér dramtískan sigur á stjörnuprýddu liði CSKA Moskvu á lokasekúndum leiksins. CSKA var stigi yfir og átti tvö víti þegar 9.7 sek. voru eftir af leiknum, restina má sjá hér
 
Miðaverð á alla fjóra leikina (tvo í undanúrslitum, leik um 3. sætið og úrslitaleikurinn) er eftirfarandi í íslenskum kr. en verðið fer eftir því hvar er setið er í höllinni:
 
26.000 (efst)- 48.000 (neðri svalir) – 64.000 (endar) – 80.000 (efri hliðarlína) – 97.000 (neðst hliðarlína)
 
Hægt er að skoða þetta nánar á http://www.f4tickets.com en fastlega má búast við að miðar seljist upp fljótlega.
 
Annað video frá úrslitunum 2012 frá áhorfanda upp í stúku
  
Fréttir
- Auglýsing -