Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Barclays höllinni í Brooklyn lögðu heimamenn í Nets lið New Orleans Pelicans. Nets byrjuðu leikinn af miklum krafti og byggðu og þétt upp forystu sína, leiddu með 18 stigum fyrir lokaleikhlutann. Í honum gáfu þeir svo heldur mikið eftir, þannig að leikurinn varð aftur spennandi undir lokun. Allt kom þó fyrir ekki og sigldu þeir að lokum 5 stiga sigri í höfn, 126-121.
Fyrir Nets var leikstjórnandinn D´Angelo Russell atkvæðamestur í nokkuð jöfnu liði, skilaði 21 stigi, 5 fráköstum og 13 stoðsendingum á tæpum 35 mínútum spiluðum. Fyrir Pelíkanana dróg Anthony Davis vagninn með virðulegri tröllatvennu, 34 stigum og 26 fráköstum.
Úrslit næturinnar:
Dallas Mavericks 122 – 84 Charlotte Hornets
Miami Heat 117 – 92 Cleveland Cavaliers
Atlanta Hawks 98 – 114 Washington Wizards
New Orleans Pelicans 121 – 126 Brooklyn Nets
Minnesota Timberwolves 102 – 115 Boston Celtics
Orlando Magic 112 – 84 Chicago Bulls
Detroit Pistons 101 – 94 Memphis Grizzlies
Philadelphia 76ers 132 – 127 Phoenix Suns
Oklahoma City Thunder 107 – 100 Los Angeles Lakers