Þrír leikir voru í fyrstu deildum karla og kvenna í dag.
Höttur lagði Vestra heima á Egilsstöðum með 82 stigum gegn 64 í fyrstu deild karla. Var leikurinn sá annar sem liðin léku, en í gær sigraði Höttur einnig.
Eftir leikinn er Höttur í öðru sæti fyrstu deildarinnar ásamt Breiðabliki, en Vestri er tveimur sigurleikjum neðar, í fjórða sætinu.
Þá vann Keflavík lið Hamars í Blue Höllinni og í Dalhúsum báru heimakonur í Fjölni sigurorð af liði Tindastóls.
Eftir leikinn er Keflavík jafnt Tindastól í efsta sæti deildarinnar, liðin jöfn að stigum, en Keflavík með leik til góða. Fjölnir í þriðja sætinu, einum sigurleik fyrir neðan toppliðin.
Úrslit dagsins
Fyrsta deild karla:
Höttur 82 – 64 Vestri
Fyrsta deild kvenna:
Keflavík 62 – 58 Hamar
Fjölnir 77 – 67 Tindastóll
Mynd / Gunnar Jónatansson fyrir Fjölni