spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslit dagsins í fyrstu deildinni

Úrslit dagsins í fyrstu deildinni

Einn leikur fór fram í fyrstu deild kvenna í dag.

Sameinað lið Hamars og Þórs lagði b lið Breiðabliks í Hveragerði, 111-43.

Atkvæðamest í liði Hamars/Þórs var Gígja Marín Þorsteinsdóttir með 19 stig, 8 fráköst og Emma Hrönn Hákonardóttir bætti við 17 stigum. Fyrir Breiðablik var það Inga Sigríður Jóhannsdóttir sem dró vagninn með 13 stigum og 4 fráköstum.

Bæði lið höfðu fyrir leik dagsins tapað báðum leikjum sínum það sem af er móti og náði Hamar/Þór því í fyrsta sigur vetrarins með sigrinum.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins

Fyrsta deild kvenna

Hamar/Þór 111 – 43 Breiðablik

Fréttir
- Auglýsing -