spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins:

Úrslit dagsins:

 Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag og einn leikur í 1. deild Karla.  Haukar unnu sinn fyrsta sigur í iceland Express deild kvenna þegar þær sóttu Val heim.  Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík og KR rétt marði Fjölni á útivelli.
 Valur 71-80 Haukar
Stigahæst í liði Haukar var Hope Elam með 22 stig og 13 fráköst en næstar voru Jence Ann Rhoads með 14 stig og María Lind Sigurðardóttir með 12 stig.  Hjá Val var Melissa Leichlitner stigahæst með 21 stig en næstar voru Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig og María Ben Erlingsdóttir með 14 stig.  
Myndasafn úr leiknum sem Torfi Magnússon tók má finna hér
 
Keflavík 105-85 Njarðvík
Keflavík vann öruggan 20 stiga sigur á Njarðvík í Toyota höllinni í dag.  Jaleesa Butler var algjör yfirburðaleikmaður á vellinum með 35 stig og heil 23 fráköst sem gaf henni 54 framlagsstig.  Næstar á blað voru Birna Valgarðsdóttir með 25 stig og 13 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir með 19 stig.  
 
Fjölnir 66-69 KR
KR sótti 2 stig í grafarvoginn með 3 stiga sigri á Fjölni.  KR leiddi allan leikinn en Fjölni sótti hart að þeim á lokakafla leiksins en tókst ekki að stela sigrinum.  Stigahæst í liði KR var Reyana Colson með 17 stig en næstar voru Margrét Kara Sturludóttir með 15 stig og Bryndís Guðmundsdóttir með 12 stig og 14 fráköst.  Í liði Fjölnis var Birna Eiríksdóttir stigahæst með 17 stig en næstar voru Brittney Jones með 15 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst og Katina Mandylaris 13 stig, 12 fráköst og 6 stolna bolta.  
 
ÍG 83-74 Ármann
ÍG vann góðan sigur á Ármanni í Grindavík með spilandi þjálfaran í broddi fylkingar, Harald Jón Jóhannsson, en hann skoraði 23 stig í leiknum.  Næstu menn hjá ÍG voru Guðmundur Bragason með 21 stig og 16 fráköst og Ásgeir Ásgeirsson með 12 stig og 8 fráköst.  Hjá Ármanni var það Snorri Páll Sigurðsson stigahæstur með 32 stig en næstu menn voru Pétur Þór Jakobsson með 11 stig og Illugi Auðunsson með 10 stig.  
 
Mynd: Torfi Magnússon
Fréttir
- Auglýsing -