spot_img
HomeFréttirÚrslit: Brose marði sigur gegn MBC

Úrslit: Brose marði sigur gegn MBC

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í MBC létu meistara síðustu þriggja ára í Þýskalandi hafa vel fyrir hlutunum í kvöld. Brose sluppu með 56-58 útisigur á heimavelli MBC þar sem lokaskot Devin Uskoski fyrir sigrinum dansaði af hringnum. Rándýrt meistaralið Brose flýtti sér því heim með stigin tvö en þau voru ekki auðsótt.
 
Okkar maður, Hörður Axel Vilhjálmsson, hitti ekki á daginn með skotin sín, 0 af 9 í teignum og 0 af 3 í þristum en þrjú stig af vítalínunni og tvö fráköst var það sem hann skildi eftir sig. Stigahæstur hjá MBC var fyrrum Stjörnumaðurinn Djorde Pantelic með 12 stig og 8 fráköst en hjá meisturum Brose var Sharrod Ford með 20 stig og 14 fráköst.
 
Nánar um leikinn síðar…
 
Mynd/ [email protected] – Hörður Axel sækir að körfu Brose í leiknum í kvöld.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -