spot_img
HomeFréttirÚrslit: Brooklyn Nets með sigur í uppgjöri spútnikliðanna

Úrslit: Brooklyn Nets með sigur í uppgjöri spútnikliðanna

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Barclays höllinni í Brooklyn lögðu heimamenn í Nets lið Denver Nuggets með 135 stigum gegn 130. Annar tapleikur Nuggets í röð, sem þó eru enn í öðru sæti Vesturstrandarinnar, 1.5 leikjum fyrir aftan Golden State Warriors í fyrsta sætinu. Nets að sjálfsögðu komið öllum á óvart í vetur, í sjötta sæti Austurstrandarinnar, nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni.

D´Angelo Russell atkvæðamestur heimamanna í leiknum með 27 stig, 6 fráköst og 11 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Denver var þaðNikola Jokic sem dróg vagninn með laglegri þrennu, 25 stigum, 14 fráköstum og 10 stoðsendingum.

https://www.youtube.com/watch?v=mplhUsbdm1g

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Denver Nuggets 130 – 135 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 125 – 120 Chicago Bulls

Washington Wizards 129 – 148 Milwaukee Bucks

Charlotte Hornets 93 – 99 Dallas Mavericks

Phoenix Suns 88 – 116 Utah Jazz

Houston Rockets 127 – 101 Sacramento Kings

San Antonio Spurs 102 – 141 Golden State Warriors

Fréttir
- Auglýsing -