08:30
{mosimage}
(Úr æfingaleik Hauka og Ármanns/Þróttar í gær – Ólafur Ægisson að setja tvö)
Nokkrir æfingaleikir fóru fram í gær enda liðin á fullu að undirbúa sig fyrir deildina sem hefst í næstu viku. Í Grindavík tóku Grindvíkingar á móti Njarðvíkingum og sigruðu 103-100 þar sem Jonathan Griffin var stigahæstur Grindvíkinga með 24 stig en Chuck Long skoraði 20 stig fyrir Njarðvík.
Á heimasíðu Grindavíkur má lesa nánar um leikinn.
Á Selfossi tóku heimamenn í FSu á móti Keflavík í hádeginu og var þéttsetinn bekkurinn enda gefið frí í skólanum á meðan. Keflavík sigraði 99-60 og var BA Walker stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig. Hægt er að lesa meira um leikinn á heimasíðu Keflavíkur.
Þá sigruðu Haukar Ármann/Þrótt á Ásvöllum 67-56 og var gamla kempan Marel Guðlaugsson stigahæstur Haukamanna með 29 stig. Nánar um leikinn hér.
Ef fólk hefur upplýsingar um fleiri æfingaleiki þá er það hvatt til að senda okkur meil á [email protected]
Mynd: [email protected]