Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Toyota höllinni í Houston töpuðu heimamenn í Rockets fyrir spræku liði Brooklyn Nets eftir framlengdan leik, 145-142. Nets verið nokkuð sterkari en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir í upphafi tímabils, sitja sem stendur í sjöunda sæti Austurstrandarinnar með 50% sigurhlutfall. Rockets verið nokkuð betri en það, í fimmta sæti Vesturstrandarinnar með 56.8% sigurhlutfall.
Atkvæðamestur Nets manna í leiknum var varamaðurinn Spencer Dinwiddie, en hann skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar á aðeins 32 mínútum spiluðum. Fyrir heimamenn í Rockets var James Harden allt í öllu, skoraði 58 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Orlando Magic 115 – 120 Detroit Pistons
Toronto Raptors 108 – 117 Boston Celtics
Brooklyn Nets 145 – 142 Houston Rockets
Milwaukee Bucks 111 – 101 Memphis Grizzlies
San Antonio Spurs 105 – 101 Dallas Mavericks
Cleveland Cavaliers 112 – 129 Portland Trail Blazers
New Orleans Pelicans 140 – 147 Golden State Warriors
Utah Jazz 129 – 109 LA Clippers