Úrslitakeppni NBA deildarinnar rúllaði af stað í gær með fjórum leikjum. Denver Nuggets lögðu Utah Jazz í framlengdum leik, Toronto Raptors unnu Brooklyn Nets nokkuð örugglega, Boston Celtics höfðu betur gegn Philadelphia 76ers og LA Clippers báru sigurorð af Dallas Mavericks.
Nokkur spenna var í leik Mavericks og Clippers. Skiptust liðin í tvígang á forystunni í leiknum. Á upphafsmínútunum komust Clippers 16 stigum framúr. Mavericks unnu það þó niður og aðeins á undan. Mest var forysta Mavericks 14 stig, en þeir voru yfir frá upphafi annars leikhluta þangað til um miðjan þriðja leikhlutann. Þá náðu Clippers að vinna það niður og voru skrefinu á undan út leikinn.
Leikurinn sá fyrsti áa ferlinum sem að ungstirni Mavericks Kristaps Porzingis og Luka Doncic leika í úrslitakeppni deildarinnar. Doncic atkvæðamestur sinna manna með 42 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar á meðan að Porzingis náði aðeins að spila tæpar 20 mínútur áður en hann var rekinn út úr húsinu fyrir tvær tæknivillur. Fyrir Clippers var það Kawhi Leonard sem dróg vagninn með 29 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Það helsta úr leiknum
Leikir næturinnar
Utah Jazz 125 – 135 Denver Nuggets
Brooklyn Nets 110 – 134 Toronto Raptors
Philadelphia 76ers 101 – 109 Boston Celtics
Dallas Mavericks 110 – 118 LA Clippers