spot_img
HomeFréttirÚrslit: 243 stig skoruð í TM höllinni

Úrslit: 243 stig skoruð í TM höllinni

Það tókst að spila þrjá af þeim fimm leikjum sem áttu að fara fram í 16. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Veðurguðirnir hömluðu Njarðvíkingum ferðir en þeir áttu að fara til Sauðárkróks auk þess sem leikur FSu og Hauka féll einnig niður. 

 

Úrslit kvöldsins voru eftir bókinni en KR sigraði Hött í DHL, Þór Þorlákshöfn sigraði ÍR í Hellinum en í Keflavík voru skoruð alls 243 stig. Þar mættust Keflavík og Snæfell í skemmtilegum leik sem lauk með 131-112 sigri Keflvíkinga. Jerome Hill, fyrrverandi leikmaður Tindastóls fór á kostum fyrir Keflvíkinga og vantaði aðeins 2 stoðsendingar upp á þrennuna.

 

Frestuðu leikirnir munu fara fram annað kvöld. 

 

Úrvalsdeild karla, Deildarkeppni

ÍR-Þór Þ. 75-80 (15-18, 25-25, 20-20, 15-17)
ÍR: Jonathan Mitchell 30/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 7/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4/4 fráköst, Trausti Eiríksson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Hákon Örn Hjálmarsson 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0.
Þór Þ.: Vance Michael Hall 16, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 12/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Grétar Ingi Erlendsson 9/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Ragnar Örn Bragason 0, Magnús Breki Þórðason 0.

 

KR-Höttur 87-78 (22-23, 15-18, 35-18, 15-19)
KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Michael Craion 21/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 14, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 8, Ægir Þór Steinarsson 6, Pavel Ermolinskij 4/12 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 2, Helgi Már Magnússon 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0.
Höttur: Tobin Carberry 33/11 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 16/9 fráköst/3 varin skot, Hreinn Gunnar Birgisson 13/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Sigmar Hákonarson 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Brynjar Snær Grétarsson 0, Hallmar Hallsson 0, Gísli Þórarinn Hallsson 0.

 

Keflavík-Snæfell 131-112 (32-23, 39-37, 34-27, 26-25)
Keflavík: Valur Orri Valsson 27/4 fráköst/14 stoðsendingar, Jerome Hill 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 20, Reggie Dupree 14/6 fráköst, Magnús Már Traustason 14, Ágúst Orrason 9, Andrés Kristleifsson 8, Guðmundur Jónsson 7/5 fráköst, Andri Daníelsson 5, Arnór Ingi Ingvason 5, Kristján Örn Rúnarsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Snæfell: Sherrod Nigel Wright 33/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 28, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/10 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 3, Ólafur Torfason 2/5 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 0.

 

Mynd: Jerome Hill lék vel fyrir Keflavík í kvöld. (Skúli B. Sig)

Fréttir
- Auglýsing -