Úr KR í Vogana

Þróttur Vogum hefur styrkt lið sitt á yfirstandandi fyrsta vetur félagsins í næstefstu deild, en Arnaldur Grímsson hefur gengið til liðs við þá frá KR.

Arnaldur er 21 árs framherji sem hóf körfuknattleiksiðkun í KR ungur að aldri, en hefur einnig leikið með Val, Vestra og nú síðast Selfossi. Á síðasta tímabili skilaði Arnaldur tæpum 15 stigum að meðaltali í leik í liði Selfoss, sem endaði í sjötta sæti 1. deildar.