Breiðablik hefur samið við Aytor Alberto fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið ráðninguna á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Aytor skotbakvörður sem er með bandarískt og hollenskt vegabréf og kemur í Kópavoginn frá Cairns University sem leikur í þriðju deild bandaríska háskólaboltans. Þar skilaði hann 22 stigum, 7 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili.