Gréta Hjaltadóttir hefur samið við ÍR fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.
Gréta er 20 ára Þingeyringur sem áður var leikmaður ÍR og var mikilvæg liðinu er það lék í efstu deild á þar síðasta tímabili. Þá hefur hún einnig leikið fyrir Vestra, Breiðablik og síðast Fjölni. Andri Þór þjálfari liðsins er mjög ánægður með nýjustu styrkingu liðsins. „Ég er mjög ánægður með að Gréta sé komin aftur í ÍR og ég hlakka til að sjá hana í góðu hlutverki í 1.deildinni. Leikstíll hennar smell passar í okkar hugmyndafræði og ég er sannfærður um að hún muni ná að stimpla sig vel inn í liðið.“