spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Borgarnesi í Kópavoginn

Úr Borgarnesi í Kópavoginn

Breiðablik hefur samið við Marínó Þór Pálmason fyrir komandi átök í fyrstu deild karla, en samningur hans er til næstu tveggja tímabila. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Marínó er 21 árs bakvörður sem að upplagi er úr Borgarnesi, en hann kemur til Breiðabliks frá Skallagrími. Þar hefur hann leikið fyrir meistaraflokk síðan tímabilið 2017-18, en á síðustu leiktíð skilaði hann 10 stigum, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá var hann á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -