spot_img
HomeBikarkeppniUppselt á Reykjavíkurslag morgundagsins

Uppselt á Reykjavíkurslag morgundagsins

Á morgun laugardag 22. mars fara fram úrslitaleikir í meistaraflokkum karla- og kvenna í VÍS bikarkeppninni í Smáranum.

Fyrri leikur dagsins er viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur kl. 13:30 í meistaraflokki kvenna, en á leið sinni í úrslitaleikinn vann Njarðvík lið Hamars/Þórs og Grindavík bar sigurorð af Þór Akureyri. Samkvæmt heimildum Körfunnar gengur miðasala á leikinn vel, en þó eru einhverjir miðar enn til sem hægt er að versla hér.

Í seinni leik dagsins mætast Reykjavíkurfélögin KR og Valur kl. 16:30 í meistaraflokki karla, en á leið sinni í úrslitaleikinn vann KR lið Stjörnunnar og Valur lagði ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur. Samkvæmt heimildum Körfunnar er nú uppselt á leik KR og Vals og því ljóst að fullt hús og mikil stemning verður er liðin mætast á morgun.

Báðir leikir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Fréttir
- Auglýsing -