spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaUnnu upp 14 stiga mun í fjórða leikhluta og kræktu í fyrsta...

Unnu upp 14 stiga mun í fjórða leikhluta og kræktu í fyrsta sigurinn

Vestri og Tindastóll mættust í dag á Sauðárkróki í öðrum leik sínum á jafn mörgum dögum í 1. deild kvenna. Eftir öruggan sigur heimakvenna í gær þá var annað upp á teningnum í dag en nú unnu Vestrakonur 49-54 sigur eftir spennandi lokamínútur.

Eftir að staðan hafði verið 25-21 í hálfleik þá byrjuðu heimakonur að sigla framúr í þriðja leikhluta. Mest náðu þær 14 stiga forustu í byrjun fjórða leikhluta, 44-30, eftir þriggja stiga körfu Evu Wium Elíasdóttur. En þá var komið að þætti Olaviu Crawford, bakverði Vestra, sem skoraði 19 af 27 stigum sínum á síðustu 9 mínútum leiksins en auk hennar setti Sara Newman 5 mikilvæg stig fyrir Vestra undir lokin. Loka leikhlutann vann vestri 24-8 og fyrsti sigurinn staðreynd.

Þetta var fyrsti sigur Vestra í 1. deildinni undir nýju nafni en félagið lék síðast í deildinni tímabilið 2014-15 undir merkjum KFÍ.

Atkvæðamestar hjá Vestra voru Olivia Crawford með 27 stig og 13 fráköst og Gréta Hjaltadóttir með 12 stig. Hjá Tindastól voru atkvæðamestar Eva Wium Elíasdóttir með 13 stig og 9 fráköst, Marín Lind Ágústsdóttir með 12 stig og Inga Sigurðardóttir með 16 fráköst.

Tindastóll á næst leik 3. október er liðið mætir Grindavík úti, sama dag og Vestri mætir Fjölni-b.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -