Unicaja Malaga spilaði gegn Alba Berlin í kvöld í Euroleague. Leikurinn var hnífjafn en það voru gestirnir frá Berlin sem leiddu með tveimur stigum í hálfleik, 36:38. Það var Kostas Vasileidadis sem var hetja Unicaja í kvöld þegar hann setti niður þrist á síðustu andartökum leiksins og tryggði liðinu sigur. Jón Arnór Stefánsson setti niður 4 stig á 14 mínútum fyrir lið Unicaja sem er ósigrað í öllum keppnum þetta árið.