spot_img
HomeFréttirUngverskt lið gerði tilboð í Jakob

Ungverskt lið gerði tilboð í Jakob

18:55

{mosimage}

Eins og körfuknattleiksunnendum ætti að vera ljóst hefur gengið illa hjá landsliðsmanninum Jakobi Erni Sigurðarsyni að finna lið til að leika með næsta vetur. En nú gætu málin verið að komast á hreint.

 

Ungverska liðið Kecskemeti hefur gert tilboð í kappann sem er mjög álitlegt og þónokkrar líkur á að hann muni leika með liðinu næsta vetur. 

Þar með yrði hann þriðji Íslendingurinn til að leika í Ungverjalandi en hjónin Tómas Holton og Anna Björk Bjarnadóttir léku með ungverskum liðum á upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. 

Kecskemeti varð í níunda sæti í ungversku deildinni síðasta tímabil, bikarmeistarar 2006 og stefna enn hærra í vetur. Þeir hafa samið við brasilískan landsliðsmann og bandarískan leikmann sem skoraði 22,4 stig með skóla sínum er hann hann lék í NCAA I deildinni. 

[email protected] 

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -