Daninn Rasmus Glarbjerg Larsen lék sinn fyrsta leik í ACB deildinni á Spáni um helgina með Manresa, liðinu sem Haukur Helgi Pálsson lék með síðasta vetur. Rasmus þessi er 18 ára gamall og vakti mikla athygli í sínum fyrsta leik.
Kappinn skoraði 21 stig og tók 13 fráköst og endaði með 37 í framlag. Þessa má geta að Ricky Rubio komst aldrei hærra en í 34 í framlag. Danskir fjölmiðlar spá því að Rasmus þessi verði fyrsti danski NBA leikmaðurinn þegar framlíða stundir.
Rasmus er 208 cm og kemur frá Værløse upphaflega og spurning hvort Axel Kárason hafi kennt honum einhver trix þegar Rasmus var að hefja ferilinn í meistaraflokki. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot úr leik Manresa um helgina og er gaman að hlusta á spænska þulinn bera fram nafn Danans en téður þulur fer einnig hamförum í myndbandinu eins og Spánverjum er einum lagið: