Enn einn sunnudagurinn nema að þessu sinni var hann kaldur, það voru -3 gráður er leikmenn röltu inn í Varmá höllina. Salurinn var allur uppsettur og tilbúin til leiks þar sem 8. Flokkur vann sigur í framlengingu um morguninn og keppnisilmurinn umlukti salinn. Það var góð mæting í stúkuna og gaman að sjá hversu vel stuðningsfólk mætir á völlinn í Mosfellsbæ.
Það voru Laugdælir sem mættu til leiks í dag en annað upp á teningnum hjá Aftureldingu, eftir naumt tap þunmannaðra Aftureldingar á móti Álftanes voru heimamenn ekki enn að finna taktinn sóknarlega í dag, hittu illa og réðu illa við tvo leikmenn Laugdæla sem drógu hressilega vagn gestanna sóknarlega en það voru Logi og Ajike Babatunde saman með 56 stig af 90 stigum.
Fyrsti leikhluti byrjaði ágætlega fyrir heimamenn og komust þeir í góð færi, spiluðu ágætlega á móti skyndilegri svæðisvörn gestanna og fengu ágæt færi sem duttu ekki vel. Kjartan byrjaði að krafti sóknarlega og var með 11 af 18 stigum heimamanna á móti 27 hjá gestum en þar var Babatunde með 12 stig. Annar leikhluti var með svipuðum hætti, Laugdælir hélt áfram að gera vel sóknarlega og hittu úr erfiðum skotum með Loga og Babatunde að leiða sóknarleikinn sem endaði 35-49 og var ekki að sjá mikinn mun á liðunum.
Seinni hálfleikur reyndist verulegt náðarhögg fyrir ungt lið Aftureldingar þar sem þeir skoruðu aðeins 19 stig gegn 40 stigum gestanna og leikurinn endaði með sigri Laugdæla 52-90.
Atkvæðamestur í liði heimamanna var Kjartan með 20 stig og Elvar Máni 14 stig á meðan Babatunde var með 30 stig og Logi var með 26 stig í lið gestanna.