Á sunnudaginn tók Fjölnir-b á móti nýliðum Aftureldingar í sannkölluðum nágrannaslag í annari deildinni. Fyrir leikinn þá var lið Fjölnis búið að vinna 3 leiki af 8 og Afturelding 2 af 8.
Fjölnis menn skorðu fyrstu körfu leiksins, heimamenn komust yfir 4-1 en eftir þrist frá Kristófer Elí þá jöfnuðu gestirnir. Eftir það héldu gestirnir forskotinu allan leikinn. Mestur var munurinn 25 stig í þriðja leikhluta og því var sigurinn aldrei í hættu hjá ungu liði Aftureldingar. Leikurinn endaði með 18 stiga sigri gestanna, 87-105.
Stigaskor leikmanna. Afturelding: Óskar víkingur 20, Alexander Jón 19, Kjartan Karl 17, Elvar Máni 16, Eiríkur Karlsson 15, Magni Fannar 9, Kristófer Elí 4, Magnús Gunnar 2, Bragi Snær 1
Fjölnir-B: Hreiðar 21, Guðjón 15, Smári 13, Leifur 9, Danil 9, Þorsteinn 6, Karl 6, Sigvaldi 4 ,Sigmar 2, Alexander 2.