Ragnar Ágúst Nathanaelsson, leikmaður Stjörnunnar, er gestur í 13. þætti af Undir Körfunni. Ragnar ræðir tíma sinn í atvinnumennskunni ásamt því að fara yfir öll félagaskipti sín á Íslandi.
Ragnar vann nýlega sinn fyrsta stóra bikar á ferlinum þegar Stjarnan varð bikarmeistari í mars. Ragnar gefur upp hvers vegna Stjarnan er svo gott bikarlið að hans mati en Stjarnan hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari síðustu 10 árin.
Í hvert skipti þegar landsliðshópur Íslands er tilkynntur þá fer af stað sú umræða hvort Ragnar eigi að vera í hópnum. Ragnar svarar öllum þeim gagnrýnisröddum og útskýrir nánar hvert hlutverk hans er í landsliði Íslands.
Að sjálfsögðu eru einnig fastir liðir eins og venjulega, stemningin í klefanum, spurningar af Subway spjallinu, draumalið samherja Ragnars og úrvalslið hans í Subway-deild karla.
Umsjón: Atli Arason
Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.