Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, mætti í sjöunda þátt af Undir Körfunni. Katla fer yfir körfubolta feril sinn til þessa, bestu og verstu augnablikin og uppáhalds hluti.
Katla hefur alla tíð leikið með Keflavík en hún fer meðal annars yfir ótrúlegt gengi Keflavíkur í yngri flokkunum og eftirminnanlegan fyrsta tapleik á ferlinum.
Fraumundan hjá Kötlu er stórleikur þegar Keflavík tekur á móti Njarðvík en þær fyrrnefndu eiga harma að hefna eftir tap í Njarðvík í fyrstu umferðinni. Katla fer yfir það hvers vegna þessi leikur er svona mikilvægur fyrir allan Reykjanesbæ en bæði lið verða að vinna þessa viðureign. Leikurinn er jafnvel enn þá mikilvægari fyrir Kötlu þar sem frænka hennar, Vilborg Jónsdóttir, er leikstjórnandi Njarðvíkur og fer það ekki nógu vel í Kötlu að litla frænka hafi montréttinn fyrir jólaboðin í ár.
Ásamt því eru fastir liðir eins og venjulega, stemningin í klefanum í Keflavík, spurningar af Subway spjallinu, úrvalslið samherja Kötlu og draumalið hennar úr Subway deildinni.
Umsjón: Atli Arason
Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.