Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þórs Akureyri, er viðmælandi í fjórða þætti Undir Körfunni. Dúi fer yfir feril sinn til þessa, yngri flokkana og þá sérstaklega hörð einvígi Stjörnunnar við Þór Akureyri og svo skipti Dúa yfir til Þórs.
Dúi ræðir fyrstu skref sín inn í meistaraflokk, hans helstu fyrirmyndir og fjölskyldumeðlimi, ásamt því hverjum hann myndi helst vilja syngja með í dúett. Dúi gefur upp draumalið sín og fer yfir stemninguna í klefanum hjá Þór Akureyri og margt fleira.
Undir Körfunni er í boði Lykils, Subway og Kristalls.