spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára lið kvenna hefur leik á morgun í Kosóvó

Undir 20 ára lið kvenna hefur leik á morgun í Kosóvó

Í gærmorgun hélt U20 ára lið kvenna og þjálfarateymi þeirra af stað frá Leifstöð til Kosóvó þar sem liði mun taka þátt í B-deild Evrópumóts FIBA. Liðið kom sér fyrir í gær og hefur daginn í dag til æfinga og undirbúnings.

Mótið hefst á morgun 3. ágúst en Ísland leikur í A-riðli með Króatíu og Ísrael. Fjórir riðlar eru með þrem liðum. Fyrsti leikur okkar stúlkna er kl. 14:30 að íslenskum tíma. Eftir leikina í riðlinum fara tvo efstu liðin í riðil með tveim efstu úr hinum riðlunum þrem og leika um sæti 1-8 á meðan hin liðin leika um sæti 9-12.

Hægt er að sjá alla dagskrá og nánari upplýsingar um mótið auk þess að hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum netútsendingum frá öllum leikjunum á heimasíðu mótsins hér.

Einugis 27 þjóðir innan FIBA Europe af 51 senda lið til keppni í U20 kvenna þetta árið. 16 lið eru í A-deild og 11 lið í B-deild. U20 kvenna hefur langfæstar þátttökuþjóðir á EM þetta sumarið hjá FIBA.

Fréttir af mótinu verða á Körfunni.

U20 kvenna:
Anna Lóa Óskarsdóttir · Haukar
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Erna Freydís Traustadóttir · Njarðvík
Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Ragnheiður Björk Einarsdóttir · Breiðablik
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir · Breiðablik

Þjálfari: Pétur Már Sigurðsson
Aðstoðarþjálfarar: Ólafur Jónas Sigurðsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Andri Helgason

Fréttir
- Auglýsing -