spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára lið karla vann sterkan sigur gegn Svíþjóð í Södertalje

Undir 20 ára lið karla vann sterkan sigur gegn Svíþjóð í Södertalje

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Svíþjóð í kvöld í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje. Eftir fremur erfiða byrjun náði Ísland ágætis tökum á leiknum fyrir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn í Svíþjóð gerðu þó álitlega tilraun undir lokin til þess að gera lokamínútuna spennandi, en allt kom fyrir ekki, íslenska liðið stóð það af sér og sigraði að lokum, 70-90.

Byrjunarlið Íslands

Tómas Valur, Almar Orri, Ólafur Ingi, Daníel Ágúst og Orri.

Gangur leiks

Heimamenn í Svíþjóð voru betri aðilinn á upphafsmínútum leiksins. Ísland í þónokkru basli í fyrsta leikhlutanum þar sem furðulegustu skot virtust detta fyrir heimamenn á meðan að þeir áttu erfitt með að setja vítin sín. Svíþjóð þó aðeins 7 stigum yfir eftir fyrsta, 23-16. Ísland nær svo að koma til baka í upphafi annars leikhlutans, jafna leikinn og komast loks yfir um miðbygg fjórðungsins. Undir lok annars fjórðungsins ganga þeir svo enn á lagið og eru komnir með 9 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 35-44.

Stigahæstir í fyrri hálfleiknum voru Almar Orri Atlason með 18 stig, Orri Gunnarsson var með 9 stig og Tómas Valur Þrastarson var með 8 stig.

Íslenska liðið gerir vel í upphafi seinni hálfleiksins. Halda uppteknum hætti varanarlega og leyfa aðeins 13 stig í þriðja leikhlutanum og eru komnir með þægilega 17 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Heimamenn gera ágætis tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum. Ná mest að skera forskot Íslands niður í 8 stig um miðbygg hlutans. Ísland klárar leikinn svo nokkuð sterkt og vinna að lokum með 20 stigum, 70-90.

Atkvæðamestir

Tómas Valur Þrastarson var atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum með 22 stig og 11 fráköst. Þá bætti Almar Orri Atlason við 19 stigum, 6 fráköstum og Orri Gunnarsson var með 18 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hvað svo?

Það er frídagur á morgun hjá undir 20 ára liði karla, en næsti leikur þeirra er komandi fimmtudag 29. júní kl. 15:30 gegn Noregi.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -