spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára lið karla hefur leik á Evrópumótinu á morgun -...

Undir 20 ára lið karla hefur leik á Evrópumótinu á morgun – Ein breyting á liðinu sem vann Norðurlandamótið

Undir 20 ára lið karla er mætt til Gdynia í Póllandi þar sem þeir munu taka þátt í A deild Evrópumótsins. Mótið mun standa til 21. júlí, en í því leika 16 sterkustu þjóðir Evrópu. Fyrsti leikur Íslands er á morgun laugardag kl. 13:30 gegn Litháen, en ásamt þeim er Ísland í riðli með Svartfjallalandi og Slóveníu.

Líkt og með aðra leiki sem Ísland leikur í á Evrópumótum verður lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum sem hægt er að finna á heimasíðu mótsins hér. Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.

Pétur Sigurðsson þjálfari liðsins hafði þetta að segja:

“Undirbúningurinn hefur gengið vel.  Stífar æfingar og útkoman góð eins og komið er, gott að fá NM svona nokkrum dögum fyrir leiki að slípa okkur til og sjá einnig hvað þarf að laga.  Við erum með marga leikmenn sem  spiluðu í A-deildinni í fyrra þá á yngra ári og erum því  reynslumeiri á stóra sviðinu. 

Við komum með litlu pressu á okkur inn í þetta mót en setjum pressu á okkur sjálfa að vinna leiki. Það eru sterkir karkaterar í liðinu hjá okkur og við ætlum okkur að  koma með íslensku báráttuna og leikgleðina í farteskinu. Við erum klárlega með hóp sem getur komið á óvart og strítt þessum stóru körfuboltaþjóðum” ´

Ein breyting er á hóp Íslands frá Norðurlandamótinu sem fór fram í lok júní. Jonathan Sigurðsson kemur inn í liðið fyrir Sölva Ólason.

U20 karla EM 2024:

Almar Orri Atlason – Bradley, USA

Ágúst Goði Kjartansson – Black Panthers Schwenningen, Þýskaland

Daníel Ágúst Halldórsson – Fjölnir

Elías Bjarki Pálsson – Njarðvík

Friðrik Leó Curtis – ÍR

Hallgrímur Árni Þrastarson – KR

Haukur Davíðsson – New Mexico M.I. USA

Hilmir Arnarson – Haukar

Jonathan Sigurðsson – NYU, USA

Kristján Fannar Ingólfsson – Stjarnan

Reynir Bjarkan Róbertsson – Þór Akureyri

Tómas Valur Þrastarson – Þór Þorlákshöfn

Þjálfari: Pétur Már Sigurðsson

Aðstoðarþjálfarar: Hlynur Bæringsson og Dino Stipcic

Fréttir
- Auglýsing -