Undir 20 ára karlalið Íslands mætir heimamönnum í Grikklandi kl. 15:30 í dag í 16 liða úrslitum A deildar Evrópumótsins í Heraklion.
Í riðlakeppni mótsins hafði Ísland einn sigur, gegn Slóveníu, tapaði naumlega gegn Þýskalandi í öðrum leik og síðan nokkuð stórt fyrir Frakklandi í þriðja og síðasta leiknum. Grikkland hafði hinsvegar unnið tvo og tapað einum, en þeir unnu bæði Pólland og Króatíu, en töpuðu fyrir Litháen.
Líkt og með aðra leiki Evrópumóta FIBA verður hann í beinni vefútsendingu sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.
Hérna er 12 manna lið Íslands á mótinu
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil