spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára stúlknalið Íslands staðráðið í að gera betur á morgun

Undir 18 ára stúlknalið Íslands staðráðið í að gera betur á morgun

Undir 18 ára stúlknalið Íslands tapaði í dag fyrir Sviss með 35 stigum gegn 86. Leikurinn var sá þriðji sem liðið leikur á mótinu, en áður höfðu þær tapað fyrir Portúgal og Tyrklandi. Síðasti leikur liðsins í riðli er á morgun kl. 19:00 að íslenskum tíma gegn Búlgaríu.

Í spjalli við Körfuna sagði þjálfari liðsins, Sævaldur Bjarnason, að leikur dagsins hafi verið erfiður eftir fyrstu 15 mínúturnar og að leikmenn Sviss hafi hreinlega hlaupið yfir þær íslensku í seinni hálfleiknum. Sagði hann enn frekar að góðir kaflar liðsins hafi verið alltof stuttir og að Sviss hafi verið frábærar í hraðaupphlaupum. Hafi þar náð að nýta sér stóra, en snögga leikmenn sína afar vel.

Tölfræði leiks

Upptöku af leiknum má finna hér

Segir Sævaldur liðið staðráðið í að gera betur í leik morgundagsins gegn Búlgaríu, en það er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið leikur um 9.-16. eða 17.-23. sæti á mótinu.

Frekara spjall við þjálfarann má sjá hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -