Undir 18 ára stúlknalið Íslands mun mæta Úkraínu kl. 18:00 að íslenskum tíma á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu. Leikurinn er sá þriðji sem liðið leikur í milliriðil um sæti 9 til 18 á mótinu, en til þessa eru þær með tvo sigra og eitt tap í riðlinum.