spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára lið stúlkna hefur leik á Evrópumótinu

Undir 18 ára lið stúlkna hefur leik á Evrópumótinu

 

Í morgun hélt U18 ára lið stúlkna út á EM, Evrópumót FIBA, en liðið er á leiðinni til Austurríkis þar sem leikið verður í þrem borgum, Oberwart, Gussing og Furstenfeld dagana 3.-12. ágúst.

Stelpurnar okkar leika í riðli með Finnlandi, Georgíu, Kýpur, Portúgal og Rúmeníu. Eftir fimm leiki í riðlinum verður svo leikið um öll sæti keppninnar. 

Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir: (allir tímar að íslenskum tíma. Tíminn er +2 í Austurríki)

Ísland-Portúgal · Föstudaginn 3. ágúst kl. 14:00
Ísland-Georgía · Laugardaginn 4. ágúst kl. 16:15
Ísland-Rúmenía · Sunnudaginn 5. ágúst kl. 11:45
Frí dagur · Mánudagurinn 6. ágúst
Ísland-Kýpur · Þriðjudaginn 7. ágúst kl. 09:30
Ísland-Finnland · Miðvikudaginn 8. ágúst kl. 09:30

Allir leikir á EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á YouTube rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að hægt er að fylgjast vel með öllum leikjum Íslands á mótinu.

Hér er heimasíða keppninnar með beinum útsendingum og lifandi tölfræði:
 

ÍSLAND · U18 ára lið stúlkna

Alexandra Eva Sverrisdóttir · Njarðvík
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Elsa Albertsdóttir · Keflavík
Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Hrund Skúladóttir · Njarðvík
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík
Ólöf Rún Óladóttir · Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar

Ingi Þór Steinþórsson · þjálfari
Sævaldur Bjarnason · aðstoðarþjálfari
Halldór Karl Þórsson · aðstoðarþjálfari og fararstjóri
María Björnsdóttir · sjúkraþjálfari
Jóhannes Páll Friðriksson · FIBA dómari Íslands á mótinu

 

Fréttir
- Auglýsing -