spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára lið Íslands komin til Finnlands – Keppni á Norðurlandamóti...

Undir 18 ára lið Íslands komin til Finnlands – Keppni á Norðurlandamóti hefst á morgun

Undir 18 ára lið drengja og stúlkna komu til Kisakallio í Finnlandi í kvöld, en þar munu liðin leika á Norðurlandamóti dagana 16.-20. ágúst. Mótið fer fram í sóttvarnarbúbblu sem finnska sambandið hefur sett saman og voru allir leikmenn og starfslið prófað fyrir Covid-19 áður en nokkur samgangur átti sér stað.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá leikjafyrirkomulag mótsins, en fyrstu leikir eru á morgun gegn Eistlandi. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu, beinum útsendingum og þá mun vera fréttaflutningur á Körfunni. Hlekkir á útsendingar og tölfræði munu koma inn á Körfuna snemma á hverjum leikdegi.

Hérna er 12 manna landslið undir 18 ára stúlkna

Hérna er 12 manna landslið undir 18 ára drengja

Leikir á íslenskum tíma:

16.8 Eistland – U18 Stúlkna kl. 11:15 / U18 Drengja kl. 13:45

17.8 Finnland – U18 Stúlkna kl. 13:45 / U18 Drengja kl. 16:30

18.8 Enginn leikur

19.8 Danmörk – U18 Stúlkna kl. 11:00 / U18 Drengja kl. 16:45

20.8 Svíþjóð – U18 Stúlkna kl. 08:30 / U18 Drengja kl. 10:45

Hérna verður tölfræði U18 stúlkna

Hérna verður tölfræði U18 drengja

Fréttir
- Auglýsing -