spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára lið Íslands hefja leik í dag á Norðurlandamótinu í...

Undir 18 ára lið Íslands hefja leik í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje

Undir 18 ára drengja og stúlknalið Íslands munu í dag hefja leik á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð. Leiknir eru fimm leikir frá deginum í dag til komandi laugardags 6. júlí og hampar það lið sem efst er í riðlinum Norðurlandameistaratitlinum.

Hérna má sjá undir 18 ára lið drengja og stúlkna á mótinu

Í dag rúllar mótið af stað, en fyrstu mótherjar Íslands eru Eistland. Undir 18 ára stúlkur munu leika fyrri leik dagsins kl. 13:45 að íslenskum tíma áður en drengirnir leika sinn leik kl. 16:00.

Hérna er hægt að fylgjast með beinu vefstreymi og tölfræði frá leikjunum

Leikir dagsins

Undir 18 ára stúlkur – NM 2024

Ísland Eistland – kl. 13:45

Undir 18 ára drengir – NM 2024

Ísland Eistland – kl. 16:00

Fréttir
- Auglýsing -