Undir 18 ára lið Íslands mátti þola tap gegn Finnlandi í leik um þriðja sæti Evrópumótsins í Rúmeníu, 66-72.
Ólíkt því sem var í Evrópumóti undir 20 ára voru það aðeins tvö lið sem tryggðu sig upp um deild þetta árið, en það verða Svíþjóð og Danmörk sem verða í A deild 2023.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Daníel Ágúst Halldórsson með 12 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur voru Elías Pálsson með 13 stig, 6 fráköst og Almar Orri Atlason með 11 stig og 10 fráköst.