Undir 18 ára lið drengjalandslið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Búlgaríu í umspili um sæti 9 til 12 á Evrópumótinu í Matosinhos.
Búlgaría hafði forystuna allt frá fyrstu mínútum leiksins til loka hans, en mest voru þeir 16 stigum á undan. Líkt og tölurnar gefa til kynna var Ísland þó ekki langt undan og hefðu þeir með smá lukku getað stolið sigrinum. Niðurstaðan að lokum var þó 6 stiga sigur Búlgaríu og mun Ísland því næst leika um sæti 11 til 12 í lokaleik sínum á mótinu.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Birkir Eyþórsson með 11 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá skiluðu Hilmir Arnarson 16 stigum, 4 fráköstum, Friðrik Leó Curtis 15 stigum, 9 fráköstum og Þórður Jónsson 19 stigum og 4 stoðsendingum.
Lokaleikur Íslands á mótinu verður því upp á 11. sætið á morgun kl. 12:00 gegn Ungverjalandi.
Myndasafn (Gunnar Jónatans)
Viðtöl, myndir / Gunnar Jónatans
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil